1.12.2012 | 19:05
Nær 80.000 manns eiga ekki krónu á bankareikningi Vísir 12-1-2012
Nú kemur fram hverjum var verið að bjarga þegar að neiðarlögin innifólu að tryggja 100 prósent af öllum innistæðum í Íslenskum bönkum á Íslandi en ekki í Íslenskum bönkum í Evrópu. Um 7000 Íslendingar eiga að meðaltali 38 millionir inn á bankareikingum, 175,000 eiga að 1,5 millionir að meðaltali og 80,000 eiga ekkert (sjá slóð greinar neðst í texta). Sem sagt samkvæmt þessum tölum að þá var það ekki Íslenska alþýðan heldur bara um 7000 Íslendingar sem að högnuðust af þessu ákvæði í neyðarlögunum, þ.e íslendingar í hópnum sem höfðu 38 millíonir að meðaltali í banka (það væri gaman að sjá tölur um hvernig þetta var rétt fyrir hrun).
Íslendingum var selt að þetta ákvæði bjargaði þjóðinni frá því að útlendingar tæmdu bankana. Einstaklingur sem átti £1 million á innistæðu á Landsbankareikning í Bretlandi fyrir hrun fékk bara £20,000 eftir hrun og á sama tíma að þá fengu þeir sem sem áttu £1 million á banka á Íslandi £1 million til baka eftir hrun. Bretar og Hollendingar sögðu Íslendingum að ef að Íslendingar samþykktu Icesave að þá mundu þeir ekki fara í mál yfir þessum mismun. En þjóðinni var sagt af sömu mönnum sem þessi lög hjálpuðu mest og höfðu hæstu innistæðurnar að það væri allt í lagi að neita að semja um Icesave. Bretar og Hollendingar fóru í mál við Ísland hja EES eins og þeir sögðust gera og dómurinn mun koma fljótlega.
Ég held að það sé ekki ólýklegt að við munum tapa málinu. Málsvörn Íslending byggist á því að við urðum að gera þetta til að bjarga þjóðinni, en Írar sem að komu líka mjög illa út úr hruninu gerðu þetta ekki. Ef að við töpum að þá er ekki ólýklegt að öllum sem var mismunað taki sig saman og fari í mál á Íslandi. Ég get ekki skilið hvernig Íslenskir dómstólar, sem að verða að fara eftir EES samningnum, geti ekki dæmt sömu bætur og fólk á Íslenskri grund fékk eftir hrun plús vexti.
Ég hef heyrt að þessar kröfur séu yfir kr.600 millíarða fyrir vexti (það væri gaman að fá það staðfest) sem er meira en þeir 509,1 milliarðar sem eru samantals á Íslenskum reikninigum enstakliga ef Vísis greinin er rétt hér fyrir ofan (Ég hef aldrei heyrt hvað var talið að hefði farið mikið af peningum úr landi ef að við mismunuðum ekki á innistæðutryggingum svo að það er erfitt að bera saman). Jafnvel þó að það eigi eftir að taka fjöldamörg ár að fara í gegn um þessi dómsmál að þá held ég að allir í fjármálaheiminum erlendis eigi eftir að búast við því að það verði í framtíðinni miklu meira framboð á íslenskum krónum á gengismörkuðum en eftirspurn - sem að þýðir svo að krónan mun falla, það verður erfitt erfitt að laða erlenda fjárfestingu til íslands, og vextir á öllum nýjum erlendum lánum til ríkis og stofnana á Íslandi hækka. Þegar að krónan lækkar í verði að þá eykst verðbólgan á Íslandi og allt verður dýrara, höfuðstóll á öllum verðtryggðum húsnæðismálalánum og öðrum verðtryggðum lánum mun hækka og líjskjör á Íslandi munu lækka.
Við erum að borga alla Icesave skuldina af því að við lofuðum að borga Icesave, en við vildum ekki skrifa undir samning til að gera það út af stolti (það er eina ástæðan sem að mér dettur í hug) og þess vegna erum við í þessu EES máli. Ég vona að Guð gefi að við vinnum málið, því að annars er landið í vandræðum og það verður mikil reiði hjá almennu fólki. Við getum ekki kennt neinum um nema okkur sjálfum. Við Íslendingar sóuðum peningum útlendinga að virði fjöldamargra Íslenskra þjóðarframleiðsla (eftir að því sem ég veit best) og svo ákáðum við Íslendingar að borga okkur meira en útlendingum til baka af innistæðunum. Það er eðlilegt að þeir fari í mál við okkur ef að þeir geta. Við mundum gera það sama svo að við getum ekki kennt útlendingum um.
http://www.visir.is/naer-80.000-manns-eiga-ekki-kronu-a-bankareikningi/article/2012121209969
Um bloggið
Erlingur Sigurður Davíðsson
Nýjustu færslur
- Nær 80.000 manns eiga ekki krónu á bankareikningi Vísir 12-1-...
- 30 ár síðan Vilmundur flutti mögnuðustu þingræðu sögunnar - E...
- Þorbjorn Björnsson lögfræðingur segir að afleiðingar Icesave ...
- Lilja Mósesdóttir Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu-Vísi...
- Dæmd fyrir að stinga mann sem lamdi hana-Visir 26-04-2012
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Við Íslendingar sóuðum peningum útlendinga að virði fjöldamargra Íslenskra þjóðarframleiðsla"
Kemur þessi sjálfsásökunarárátta einu sinni enn. Ég neita sem Íslendingur að taka á mig að hafa eytt þessu fé sem útlendingar létu útrásarfíflin hafa til að tapa aftur í útlöndum. Það fé sem ég fékk að láni er ég að borga margfalt til baka. Ég ber heldur ekki ábyrgð á því að þeir áhættufíklar og gróðapungar sem eltust við háa vexti hér uppi á Íslandi fái sitt til baka á fullu gengi og á minn kostnað, eftir að hagkerfið hefur skroppið saman. Þeir fjárfestu í lofti og loft skulu þeir fá til baka.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 19:41
Þakka ágætis grein, Erlingur og er ég sammála þér er varðar tryggingu innistæðna, með neyðarlögunum. En satt skal vera satt og þó ég sé þér sammála um að þar hafi einungis fáum verið hjálpað, talið að 90% þess kostnaðar hafi fallið 2% innistæðueigenda í hlut, verður að fara með rétt mál.
Þú segir að erlendir eigendur innistæðna í Landsbankanum fái einungis lögbundna tryggingu upp á 20.000 pund, jafnvel þó innistæðan hafi verið upp á eina milljón punda, en Íslendingur sem átti sömu upphæð, jafnvirði einni miljón punda, í bankanum hér heima fái þá upphæð alla greidda. Þetta er ekki alveg rétt, þar sem gengið féll verulega og allar upphæðir færðar í íslenskum krónum. Því fékk sá Íslendingur sem átti jafnvirði einni milljón punda á bók í Landsbankanum hér heima einungis um helming þess fjár í pundum talið, þó öll upphæðin hafi skilað sér í krónum. Eftir sem áður mun meira en sá sem bjó erlendis og átti sína innistæðu í bankanum þar.
Að öðru leiti get ég tekið undir með þér að nokkurt óréttlæti skapaðist hér á landi þegar sett var í neyðarlögin að tryggja skildi allar innistæður fólks í bönkum. Það óréttlæti skapast af tvennu: Fyrir það fyrsta var þarna verið að tryggja eigur mjög fárra, eins og áður segir, hins vegar var þarna tryggð eign þeirra sem höfðu valið að geyma sitt sparifé í banka, en hinir sem geymdu sitt sparifé í hlutabréfum töpuðu öllu og þeir sem geymdu það í sinni húseign hafa nú flestir tapað því að stæðstum hluta, margir alveg. Í þessu liggur óréttlætið, að sparifé landsmanna var einungis tryggt í einu geymsluformi en ekki öðrum. Ef ekki var talin geta til að tryggja allt sparifé landsmanna, sama hvernig það var geymt, átti að láta vera að tryggja eina geymsluaðferð.
Um icsave málið ætla ég ekki að ræða hér, en þar erum við greinilega ekki alveg sammála.
Gunnar Heiðarsson, 1.12.2012 kl. 20:05
Ég verð nú að segja að ég er alveg gáttaður á þessu innleggi frá hagfræðingi og prófessor. Er ekki líklegra að neyðarlögin hafi verið sett til að halda hagkerfinu gangandi. Hvað hefði gerst ef allar innistæður fyrirtækja hefðu horfið (en skuldirnar ekki) allar innistæður lífeyrissjóða, allar innistæður sveitarfélaga o.s.frv?
Kannski skýrir þetta innlegg Erlings hvernig heimurinn komst í þessa krísu!
Björn (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.