Þorbjorn Björnsson lögfræðingur segir að afleiðingar Icesave ekki verða þungur baggi á þjóðinni þótt að málið tapist

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/08/24/afleidingar-icesave-ekki-thungur-baggi-a-thjodinni-thott-malid-tapist/

Ef að Ísland tapar EES málinu að þá er EES að seigja að það hafi verið ólöglegt að mismuna milli Landsbankareikninga á Íslenskri grund og erlendri grund. Ég er viss um að hann Þorbjörn væri mjög óánægður ef að hann hefði átt £1million á innistæðu á Landsbankareikning í Bretlandi fyrir hrun og hann hefði bara fengið £20,000 eftir hrun og á sama tíma að þá fengu þeir sem sem áttu £1 million á Íslandi £1 million til baka eftir hrun. Það er ekki ólýklegt að öllum sem var mismunað taki sig saman og fari í mál á Íslandi. Ég get ekki skilið hvernig Íslenskir dómstólar, sem að verða að fara eftir EES samningnum, geti ekki dæmt sömu bætur og fólk á Íslenskri grund fékk eftir hrun plús vexti.

Ég hef heyrt að þessar kröfur séu yfir kr.600 millíarða fyrir vexti. Jafnvel þó að það eigi eftir að taka fjöldamörg ár að fara í gegn um þessi dómsmál að þá held ég að allir í fjármálaheiminum erlendis eigi eftir að búast við því að það verði í framtíðinni miklu meira framboð á íslenskum krónum á gengismörkuðum en eftirspurn - sem að þýðir svo að krónan mun falla, það verður erfitt erfitt að laða erlenda fjárfestingu til íslands, og vextir á öllum nýjum erlendum lánum til ríkis og stofnana á Íslandi hækka. Þegar að krónan lækkar í verði að þá eykst verðbólgan á Íslandi og allt verður dýrara, höfuðstóll á öllum verðtryggðum húsnæðismálalánum og öðrum verðtryggðum lánum mun hækka og líjskjör á Íslandi munu lækka.

Ég get ekki séð annað en að hann Þorbjörn sé að loka augunum fyrir líklegum afleyðingum alveg eins og svo margir gerðu fyrir hrun fram að hruni. Þetta er sama menning og var á Íslandi fram að hruni þegar að svo margir frammámenn í Íslensku þjóðlífi voru alltaf að seigja að það væri ekkert að Íslenska bankakerfinu, þó að Danir, Bretar, Hollendingar og fleiri væru að vara við því að Íslenska bankakerfið væri á barmi hruns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Erlingur Sigurður Davíðsson

Höfundur

Erlingur Sigurður Davíðsson
Erlingur Sigurður Davíðsson
Hagfræðingur og Lektor Prófessor við Oklahoma State University, Tulsa Oklahoma í Bandaríkjunum

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband