Dæmd fyrir að stinga mann sem lamdi hana-Visir 26-04-2012

Þvílíkt hneiksli að það sé ólöglegt fyrir konuna að stinga manninn í sjálfsvörn eftir að hann dregur hana
á hárinu og kílir hana í andlytið og gengur í skrokk á henni og svo tekur hann upp hníf sem að hún nær frá honum og stingur hann með. 

Konan hlýtur að hafa verið mjög hrædd, enda maðurinn með bannvænt vopn og sjálfsagt mörgun sinnum sterkari en hún. Staðreyndin er sú að auðvitað eftir að að einhver ógnar þér með hníf eftir að hafa gengið í skrokk á þér og kílt þig í anlytið að þá áttu að fá að verja þig með hníf, rafmagnsbyssu eða byssu. En Íslenska réttarkerfið sér um að gera mann að fórnarlambi sama hvað maður gerir ef maður stendur fyrir framan óðan mann með bannvænt vopn og reynir að verja sig eins og í þessu tilfelli og stingur árásarmanninn með hans eigin hnífi.  


Þessi kona mun sennilega ekki getað sótt um neina almennilega vinnu með þennan dóm á herðunum.  Hún mun sennilega ekki heldur geta sótt um visa til annara landa, hvað þá landvistarleyfi ef að hún vill flytjast í burtu frá Íslandi eftir þetta og byrja nýtt líf.  Ég veit ekki hvernig Héraðsdómur og Hæstiréttur geta dæmt konuna fyrir að verja sig fyrir fyrir óðum manni sem að er með hníf og er mörgum sinnum sterkari.  Eins og það sé hægt fyrir hana að afvopna hann og læsa svo hnífinn niður í skúffu svo að hann sé ekki ógn við hennar líf lengur. Ef að Hannes Helgason hefð vaknað þegar að Gunnar Sigurþórsson kom að honum með hnífi og hlaupið í hann og tekið af honum hnífin og stungið hann í öxlina að þá væri Hannes sjálfsagt sakamaður í dag.

Þetta sýnir hvað það er gott að hafa kviðdóm.  Í kviðdómi er venjulegt fólk bæði konur og karlar úr öllum geirum þjóðfélagsins sem að eykur líkurnar á réttlátum dóm.

Mín fjölskylda þekkti konu einu sinni sem að bjó í Portland, Oregon.  Hún var að versla með son sinn í stórverslun svipaðri og Hagkaup þegar að hann var tveggja ára.  Skyndilega fór hann að taka alla hluti sem að hann sá af hillunum og hún tók þá af honum og setti það til baka í hvert skipti en svo hljóp krakkinn í burtu og datt eftir að hún tók pilluglas af honum.  Án þess að hugsa stakk hún pilluglasinu í vasan og hljóp til hans og tók hann upp. Sonur hennar grét mikið og það tók tíma að hugga hann og hún gleymdi pilluglasinu í vasanum.  Þetta var allt tekið upp á myndavél í versluninni.  Þegar að hún labbaði svo út að þá fóru þjófablöllurnar á stað og öryggisverðir komu og leituðu á henni og fundu pilluglasið.  Hún sagði að þetta var óvart, en búðin ákvað að kæra hana fyrir þjófnað, jafnvel þó að
öryggismyndavélarnar styddu það sem hún sagði.

Hún átti yfir höfði sér að vera dæmd sem þjófur sem er auðvita mjög slæmt orðspor.    Hún bað um kviðdóm og í kviðdómnum voru þrjár konur sem áttu börn.  Það tók kviðdómin mjög lítinn tíma að finna hana ekki seka, sennilega af því að það voru konur sem áttu börn í kviðdómnum sem að skilja hvernig þetta gat skeð óvart.
   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Erlingur Sigurður Davíðsson

Höfundur

Erlingur Sigurður Davíðsson
Erlingur Sigurður Davíðsson
Hagfræðingur og Lektor Prófessor við Oklahoma State University, Tulsa Oklahoma í Bandaríkjunum

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband