24.4.2012 | 19:01
Landsdómur: Geir Haardi fær engin viðurlög fyrir að brjóta stjórnarskrána og vera hirðulaus um hagsmuni þjóðarinnar
Geir Haarde var sakfelldur fyrir stórfellt hirðuleysi í garð þjóðarhagsmuna og fyrir að brjóta stjórnarskrána þegar að hann var æðsti og valdamesti embættismaður þjóðarinnar. Það er algjör skandall að það séu ekki nein viðurlög fyrir því. Nú liggur fyrir að það er engin hegning fyrir að embættismenn sem ráða stefnu þjóðarskútunar brjóti stjórnarskrána og séu hirðulausir um hagsmuni þjóðarinnar. Hverskonar fordæmi er það fyrir framtíðar embættismenn þjóðarinnar sem eru ábyrgir fyrir stefnu og hagsmunum þjóðarskútunnar.
Önnur grein laga um ráðherraábyrgð segir að það sé saknæmt að stofna hagsmunum ríkisins í hættu vegna hirðuleysis. Ég býst við að þessi lög hafi verið sett til að hegna fyrir þannig hegðun og koma í veg fyrir þannig hegðun. Hvað heldur þú?
Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2009. Útgáfa 137. Prenta í tveimur dálkum.
--------------------------------------------------------------------------------
Lög um ráðherraábyrgð
1963 nr. 4 19. febrúar
--------------------------------------------------------------------------------
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 18. mars 1963. Breytt með l. 75/1982 (tóku gildi 10. júní 1982) og l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998).
1. gr. ***
2. gr. Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.
3. gr. ***
*
*
Um bloggið
Erlingur Sigurður Davíðsson
Nýjustu færslur
- Nær 80.000 manns eiga ekki krónu á bankareikningi Vísir 12-1-...
- 30 ár síðan Vilmundur flutti mögnuðustu þingræðu sögunnar - E...
- Þorbjorn Björnsson lögfræðingur segir að afleiðingar Icesave ...
- Lilja Mósesdóttir Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu-Vísi...
- Dæmd fyrir að stinga mann sem lamdi hana-Visir 26-04-2012
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að lögin um ráðherraábyrgð hafi verið sýndarmennska frá upphafi. Til þess að friðþægja almenning og réttlæta há laun vegna mikillar ábyrgðar.
Annars skil ég ekki tilgang með sakfellingu í þessum eina lið án sektar eða annars. Held það sé alveg nýtt í dómsuppkvaðningu.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.4.2012 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.