9.4.2012 | 14:36
Betra að Styðja Lýðræðisríki En Einræðisríki
Er ekki betra að standa með lýðræðisríkjum eins og Israel og vera á móti einræðisríkjum eins og Iran. Í Iran er fólk tekið af lífi fyrir að seigja sig úr Múslímatrúnni og konur hafa litlan sem engan rétt. Flokkar sem að styðja ekki Múslímatrúnna eru bannaðir og kosningar venjulega enda með því að það fólk sem að klerkarnir styðja fá flest atkvæðin af því að klerkaklíkan telur atkvæðin. Fólk í Israel getur verið hvaða trúar sem er og Israel er eina ríkið í Miðausturlöndum sem hefur vestrænt lýðræði þar sem konur hafa fullan rétt eins og við á Íslandi og allir geta boðið sig fram og hvert atkvæði er virt.
Gunter Grass persona non grata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Erlingur Sigurður Davíðsson
Nýjustu færslur
- Nær 80.000 manns eiga ekki krónu á bankareikningi Vísir 12-1-...
- 30 ár síðan Vilmundur flutti mögnuðustu þingræðu sögunnar - E...
- Þorbjorn Björnsson lögfræðingur segir að afleiðingar Icesave ...
- Lilja Mósesdóttir Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu-Vísi...
- Dæmd fyrir að stinga mann sem lamdi hana-Visir 26-04-2012
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Án þess að vera mæla Írönum, eða nokkrum þessara nágrannaríkja Ísraels, neina bót...
Þá verður að viðurkennast að Íran telst víst til lýðræðisríkja þrátt fyrir að banna stjórnmálaflokka sem aðhyllast ekki islam... Jafnvel þótt strangt til tekið að Íran sé í raun stjórnað af öldungaráðsfyrirkomulagi, en ekki fullkomnu "vestrænu" lýðræðisfyrirkomulagi, sem klerkastjórn þeirra er...
Málið er að ef meirihluti atkvæðrabærra í lýðræðinu ákveður að leyfa ekki einhverjum að kjósa... Þá er það einfaldlega réttur meirihlutans...
Þetta kristallaðist best í Sviss, því merka lýðræðisríki, þar sem konur fengu ekki kosningarétt í vissum kantónum vegna þess að meirihluti atkvæða leyfði ekki konum að fá kosningarétt... Allt til 1999 - 2000 að mig minnir...
-
Svo er alveg sama þótt einhverjir teljist til lýðræðisríkja eða ekki... Ég á erfitt með að styðja ríki sem aðhyllast spartverskahugmyndafræði einsog er í Ísrael, Íran o.fl löndum þarna niður frá... Og mér er skítsama um það hvort sú spartverskahefð hafi bjargað þeim oft og mörgum sinnum... Ef þú stefnir að friði þá þvælast hinar spartverskuhefðir bara fyrir...
Og þeir sem eiga tilveru sína undir þeim í þessum ríkjum gera allt til að mála skrattann á vegginn og koma í veg fyrir frið...
Sævar Óli Helgason, 9.4.2012 kl. 20:01
Spartverskar hefðir, já? Andinn sem lét allan heiminn hætta að "höggva mann og annan" kom frá Ísrael, og manni af gyðingaættum sem var eitt sinn konungur Írans (afkomandi Estherar drottningar), en hann hét Cyrus (eins og sonur Estherar drottningar var líka skírður), og var merkastur allra Persa og fyrsti maðurinn sem lét lögbinda trúfrelsi og jafnrétti lífsskoðanna minnihlutahópa. Þannig að saman voru það Gyðingar og Persar sem bættu þennan heim, með hjálp vísinda sem koma upprunalega frá Súmeríu, þaðan sem öll siðmenning okkar kemur upprunalega, og þaðan sem fyrstu gyðingarnir, Sara og Abraham komu, og afkomendur hennar héldu áfram að breiða út það besta úr vísdóm hennar æ síðan, en gyðingar eru heimsins mesta afreks þjóð í vísindum, listum og fleira, nær 40% allra nóbelsverðlaunahafa, þrátt fyrir að vera bara 15.000, (ef þú aðhyllist frjálslyndari skilgreininguna á því hver sé gyðingur í fyrsta lagi...annars nokkrum milljónum færri)
Þú og þínir forfeður eru þiggjendurnir í þessu máli, rétt eins og penecilínið sem gyðingar fundu upp heldur þér og þínum á lífi þegar illa árar í heilsumálum.
Svo sýndu smá þakklæti og virðingu...
Friður næst með því að Persar og Gyðingar fagni aldagömlum, djúpstæðum góðum áhrifum á menningu hvers annars, eftir mörg þúsund ára, að mestu farsæl, menningarleg tengsl, þrátt fyrir tilraun Persa til algjörs þjóðarmorðs á gyðingum sem gyðingastúlkan Esther drottning stoppaði, og afkomandi hennar Cyrus kom síðan í veg fyrir að gætu endurtekið sig, með að lögleiða trúfrelsi, áður en neinn annar gerði það í heiminum, ásamt fjölda mannréttinda sem Sameinuðu Þjóðirnar hafa gert að sínum baráttumálum í dag, og margar ríkisstjórnir lögleitt, en enginn lét sér hugkvæmast þá...nema þá trúarbrögð gyðinga sem fyrst allra bundu í lög góða meðferð á útlendingum og bágstöddum.
@Sævar (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 02:16
15.000.000 átti það að sjálfsögðu að vera. Lítil þjóð. Engin svo smá hefur afrekað svo mikið. Og áður en þið haldið að "Ísraela hatur" sé réttlætanlegt og ekki það sama og gyðingahatur, og það þrátt fyrir að Ísraelar geti ekki meir að því gert hvar þeir fæðast og skv. Sameinuðu Þjóðunum eigi allir menn rétt á sínu þjóðerni og ríkisfangi, þá gleymið ekki að talsvert meira en 1/3 allra gyðinga í heiminum býr í Ísrael. Hitler lét líka bara kála einum þriðja alla gyðinga heimsins á hans dögum. Það gerir það bara ekkert skárra. Gyðingahatur er gyðingahatur. Sérstakt "Ísraelahatur" er ekki til. 1/3 er aðeins of hátt hlutfall...
@Sævar (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 02:19
Nú já...!?!
Sá sem svarar svona á þennan hátt er annað hvort blindfullur eða snarklikkaður... Mér kemur ekki við hvort...
Vertu blessaður...!
Sævar Óli Helgason, 10.4.2012 kl. 08:46
Stórkostlega málefnalegt innlegg! 10 + fyrir óaðfinnanlega rökfræði, 11 fyrir innihaldsríka djúphygli og 12 fyrir kurteisi og mannasiði!!!
@Sævar (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 17:29
Biðst svo afsökunar á sagnfræðimenntun minni og rökhugsun. Þið hafið rétt fyrir ykkur. Auðvitað er enginn svertingjahatari sem hatar bara þriðja hvern svertingja, enginn er hommahatari þó hann vilja gera þriðja hvern homma ríkisfangslausan og láta eyða landi hans. Og enginn er gyðingahatari, nema Hitler, allir hinir eru bara anti-zionistar (zionisti = maður sem viðurkennir tilverurétt Ísraels og friðhelgi fólksins sem býr þar fyrir ofsóknum og stríði) Annað merkir zionisti ekki, það er bara skrýlstal og fáfræði af sama kaliber og fólki sem heldur að vinstrimaður merki kommúnisti eða hægri maður fasisti. Það eru til öfgazionistar. Þeir eru í yfirgnæfandi minnihluta, takk fyrir, en fáir vilja aftur á móti vera land- og ríkisfangslausir. Feður Zionismans voru trúleysingjar og stofnuðu hreyfinguna á pólítískum tilgangi. Reynið að segja Omega það, en þannig er það nú. Lesið meiri sögubækur, og minni hatursáróður frá fíflum á netinu. Góðar stundir og Shalom!
@Sævar (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.