Færsluflokkur: Bloggar

Nær 80.000 manns eiga ekki krónu á bankareikningi Vísir 12-1-2012


Nú kemur fram hverjum var verið að bjarga þegar að neiðarlögin innifólu að tryggja 100 prósent af öllum innistæðum í Íslenskum bönkum á Íslandi en ekki í Íslenskum bönkum í Evrópu. Um 7000 Íslendingar eiga að meðaltali 38 millionir inn á bankareikingum, 175,000 eiga að 1,5 millionir að meðaltali og 80,000 eiga ekkert (sjá slóð greinar neðst í texta). Sem sagt samkvæmt þessum tölum að þá var það ekki Íslenska alþýðan heldur bara um 7000 Íslendingar sem að högnuðust af þessu ákvæði í neyðarlögunum, þ.e íslendingar í hópnum sem höfðu 38 millíonir að meðaltali í banka (það væri gaman að sjá tölur um hvernig þetta var rétt fyrir hrun).

Íslendingum var selt að þetta ákvæði bjargaði þjóðinni frá því að útlendingar tæmdu bankana. Einstaklingur sem átti £1 million á innistæðu á Landsbankareikning í Bretlandi fyrir hrun fékk bara £20,000 eftir hrun og á sama tíma að þá fengu þeir sem sem áttu £1 million á banka á Íslandi £1 million til baka eftir hrun. Bretar og Hollendingar sögðu Íslendingum að ef að Íslendingar samþykktu Icesave að þá mundu þeir ekki fara í mál yfir þessum mismun. En þjóðinni var sagt af sömu mönnum sem þessi lög hjálpuðu mest og höfðu hæstu innistæðurnar að það væri allt í lagi að neita að semja um Icesave. Bretar og Hollendingar fóru í mál við Ísland hja EES eins og þeir sögðust gera og dómurinn mun koma fljótlega.

Ég held að það sé ekki ólýklegt að við munum tapa málinu. Málsvörn Íslending byggist á því að við urðum að gera þetta til að bjarga þjóðinni, en Írar sem að komu líka mjög illa út úr hruninu gerðu þetta ekki. Ef að við töpum að þá er ekki ólýklegt að öllum sem var mismunað taki sig saman og fari í mál á Íslandi. Ég get ekki skilið hvernig Íslenskir dómstólar, sem að verða að fara eftir EES samningnum, geti ekki dæmt sömu bætur og fólk á Íslenskri grund fékk eftir hrun plús vexti.

Ég hef heyrt að þessar kröfur séu yfir kr.600 millíarða fyrir vexti (það væri gaman að fá það staðfest) sem er meira en þeir 509,1 milliarðar sem eru samantals á Íslenskum reikninigum enstakliga ef Vísis greinin er rétt hér fyrir ofan (Ég hef aldrei heyrt hvað var talið að hefði farið mikið af peningum úr landi ef að við mismunuðum ekki á innistæðutryggingum svo að það er erfitt að bera saman). Jafnvel þó að það eigi eftir að taka fjöldamörg ár að fara í gegn um þessi dómsmál að þá held ég að allir í fjármálaheiminum erlendis eigi eftir að búast við því að það verði í framtíðinni miklu meira framboð á íslenskum krónum á gengismörkuðum en eftirspurn - sem að þýðir svo að krónan mun falla, það verður erfitt erfitt að laða erlenda fjárfestingu til íslands, og vextir á öllum nýjum erlendum lánum til ríkis og stofnana á Íslandi hækka. Þegar að krónan lækkar í verði að þá eykst verðbólgan á Íslandi og allt verður dýrara, höfuðstóll á öllum verðtryggðum húsnæðismálalánum og öðrum verðtryggðum lánum mun hækka og líjskjör á Íslandi munu lækka.

Við erum að borga alla Icesave skuldina af því að við lofuðum að borga Icesave, en við vildum ekki skrifa undir samning til að gera það út af stolti (það er eina ástæðan sem að mér dettur í hug) og þess vegna erum við í þessu EES máli. Ég vona að Guð gefi að við vinnum málið, því að annars er landið í vandræðum og það verður mikil reiði hjá almennu fólki. Við getum ekki kennt neinum um nema okkur sjálfum. Við Íslendingar sóuðum peningum útlendinga að virði fjöldamargra Íslenskra þjóðarframleiðsla (eftir að því sem ég veit best) og svo ákáðum við Íslendingar að borga okkur meira en útlendingum til baka af innistæðunum. Það er eðlilegt að þeir fari í mál við okkur ef að þeir geta. Við mundum gera það sama svo að við getum ekki kennt útlendingum um.  

http://www.visir.is/naer-80.000-manns-eiga-ekki-kronu-a-bankareikningi/article/2012121209969
 


30 ár síðan Vilmundur flutti mögnuðustu þingræðu sögunnar - Eyjan 23-11-2012

Ég er fæddur 1959 og ég man eftir Vilmundi vel. Á þeim tíma sem bar mest á Vilmundi var ég sjómaður, mest á togurum frá Reykjavík. Ég man vel hvað Vilmundur var að seigja og þeim breytingum sem hann vildi gera í stjórnkerfinu. Ég fór einu sinni í kosningakaffi hjá Bandalagi Jafnaðarmanna og talaði við hann, en ég verð að viðurkenna að á þeim tíma skyldi ég ekki hvað það var mikilvægt sem hann var að tala um. Núna eftir að ég er fullorðinn að þá hugsa ég oft til baka til þess sem Vilmundur sagði á sínum tíma. Mikið af því sem að hann var að seigja var svo rétt, en því miður féll hann frá með voflegum hætti og ekkert breyttist.

Hann vildi breyta mörgum atriðum í stjórarskránni eins og að aðskilja lögjafavald og framkvæmdavald af því að öll þessi embætti á vegum þessa geira voru samtengd vegna sömu hagsmuna (flokkshagsmuna) og hann kallaði þessa hagsmuni 'Embættismafíu' ( ekki Embættismannamafíu). Hann sagði að það skipti ekki máli hverjir (eða hvaða flokkar) voru í þessum embættum af því að hagsmunir embættana réðu meira en hagsmunir þeirra manna/kvenna sem voru í þessum embættum (og þessvegna kallaði hann þetta 'Embættismafíu'). Vilmundur sagði líka að það væru hagsmunir embættanna að breyta engu af því að það mundi minka völd embættanna og þess vegna breyttist ekkert.

Hann sagði að fólkið sem var hluti af embættismafíuni væri alls ekki illgjarnt eða slæmt fólk , hann var bara að lýsa hagsmunum embættanna, en hann kallaði fólkið sem var í þessum embættum og vann fyrir þau "Möppudýr" af því að það var að styðja hagsmuni embættanna (flokkshagsmunina) en ekki alltaf sína hagsmuni eða hagsmuni Íslands. Hann sagði að Embættismafían væri grundvölluð á flokksræðinu sem komst upp með hvað sem var af því að forsætisráðherrann var alþigismaður/kona og hafði meirihluta þingsins bak við sig. Alþingismenn gátu bara verið á Alþingi ef að flokkurinn setti þá á listana og þess vegna gerðu þeir allt sem flokkurinn bað þá um.

Við vitum núna hvað Vilmundur hafði rétt fyrir sér eftir að stærstu embættismafíuflokkarnir gáfu í burtu miðin og bankana til hagsmunaaðila og fólk sem var ráðið í embættinn vegna stjórmálatengsla (flokksgæðingar) en ekki vegna menntunar/reynslu frömdu skelfileg embættisafglöp af því að þeir hegðuðu sér eins og pólitíkusar en ekki eins og fagmenn (eins og Davið Seðlabankastjóri, Jónas forstjóri fjármálaeftirlytisins og fleiri). Allt þetta stuðlaði að efnahagshruninu 2008. Þess vegna er svo mililvægt að fá nýja stjórnarskrá með persónukjöri, rétti til þjóðaratkvæðagreiðslu og aðskilnaði framkvæmdarvalds og löggjafavalds.

Það er það eina sem getur brotið flokksræðið og breytt framtíðarákvörðunartökum um stefnu efnahagsmála frá ákvörðunum þar sem hagsmunir flokkana eru milivægir til ákvarðana byggða á fagmensnnsku um hagsmuni þjóðarskútunar.

Þorbjorn Björnsson lögfræðingur segir að afleiðingar Icesave ekki verða þungur baggi á þjóðinni þótt að málið tapist

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/08/24/afleidingar-icesave-ekki-thungur-baggi-a-thjodinni-thott-malid-tapist/

Ef að Ísland tapar EES málinu að þá er EES að seigja að það hafi verið ólöglegt að mismuna milli Landsbankareikninga á Íslenskri grund og erlendri grund. Ég er viss um að hann Þorbjörn væri mjög óánægður ef að hann hefði átt £1million á innistæðu á Landsbankareikning í Bretlandi fyrir hrun og hann hefði bara fengið £20,000 eftir hrun og á sama tíma að þá fengu þeir sem sem áttu £1 million á Íslandi £1 million til baka eftir hrun. Það er ekki ólýklegt að öllum sem var mismunað taki sig saman og fari í mál á Íslandi. Ég get ekki skilið hvernig Íslenskir dómstólar, sem að verða að fara eftir EES samningnum, geti ekki dæmt sömu bætur og fólk á Íslenskri grund fékk eftir hrun plús vexti.

Ég hef heyrt að þessar kröfur séu yfir kr.600 millíarða fyrir vexti. Jafnvel þó að það eigi eftir að taka fjöldamörg ár að fara í gegn um þessi dómsmál að þá held ég að allir í fjármálaheiminum erlendis eigi eftir að búast við því að það verði í framtíðinni miklu meira framboð á íslenskum krónum á gengismörkuðum en eftirspurn - sem að þýðir svo að krónan mun falla, það verður erfitt erfitt að laða erlenda fjárfestingu til íslands, og vextir á öllum nýjum erlendum lánum til ríkis og stofnana á Íslandi hækka. Þegar að krónan lækkar í verði að þá eykst verðbólgan á Íslandi og allt verður dýrara, höfuðstóll á öllum verðtryggðum húsnæðismálalánum og öðrum verðtryggðum lánum mun hækka og líjskjör á Íslandi munu lækka.

Ég get ekki séð annað en að hann Þorbjörn sé að loka augunum fyrir líklegum afleyðingum alveg eins og svo margir gerðu fyrir hrun fram að hruni. Þetta er sama menning og var á Íslandi fram að hruni þegar að svo margir frammámenn í Íslensku þjóðlífi voru alltaf að seigja að það væri ekkert að Íslenska bankakerfinu, þó að Danir, Bretar, Hollendingar og fleiri væru að vara við því að Íslenska bankakerfið væri á barmi hruns.


Lilja Mósesdóttir Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu-Vísir 29-4-2012

Hehe, hvernig væri að taka up NýAlþingi líka með NýKrónunni. Við getum svo breytt nafninu á Tunglinu í NýTungl og þá höfum við nýja plánetu í sporbaug um jörðina sem er allt öðruvísi en gamla Tunglið. Ef Lilja fær það í gegn að þá ætti hún að fá Nobels Verðlaunin af því að nú er hún einisömul búin að breyta lögmálum hagfæðinnar og stjörnufræðinnar :).

Dæmd fyrir að stinga mann sem lamdi hana-Visir 26-04-2012

Þvílíkt hneiksli að það sé ólöglegt fyrir konuna að stinga manninn í sjálfsvörn eftir að hann dregur hana
á hárinu og kílir hana í andlytið og gengur í skrokk á henni og svo tekur hann upp hníf sem að hún nær frá honum og stingur hann með. 

Konan hlýtur að hafa verið mjög hrædd, enda maðurinn með bannvænt vopn og sjálfsagt mörgun sinnum sterkari en hún. Staðreyndin er sú að auðvitað eftir að að einhver ógnar þér með hníf eftir að hafa gengið í skrokk á þér og kílt þig í anlytið að þá áttu að fá að verja þig með hníf, rafmagnsbyssu eða byssu. En Íslenska réttarkerfið sér um að gera mann að fórnarlambi sama hvað maður gerir ef maður stendur fyrir framan óðan mann með bannvænt vopn og reynir að verja sig eins og í þessu tilfelli og stingur árásarmanninn með hans eigin hnífi.  


Þessi kona mun sennilega ekki getað sótt um neina almennilega vinnu með þennan dóm á herðunum.  Hún mun sennilega ekki heldur geta sótt um visa til annara landa, hvað þá landvistarleyfi ef að hún vill flytjast í burtu frá Íslandi eftir þetta og byrja nýtt líf.  Ég veit ekki hvernig Héraðsdómur og Hæstiréttur geta dæmt konuna fyrir að verja sig fyrir fyrir óðum manni sem að er með hníf og er mörgum sinnum sterkari.  Eins og það sé hægt fyrir hana að afvopna hann og læsa svo hnífinn niður í skúffu svo að hann sé ekki ógn við hennar líf lengur. Ef að Hannes Helgason hefð vaknað þegar að Gunnar Sigurþórsson kom að honum með hnífi og hlaupið í hann og tekið af honum hnífin og stungið hann í öxlina að þá væri Hannes sjálfsagt sakamaður í dag.

Þetta sýnir hvað það er gott að hafa kviðdóm.  Í kviðdómi er venjulegt fólk bæði konur og karlar úr öllum geirum þjóðfélagsins sem að eykur líkurnar á réttlátum dóm.

Mín fjölskylda þekkti konu einu sinni sem að bjó í Portland, Oregon.  Hún var að versla með son sinn í stórverslun svipaðri og Hagkaup þegar að hann var tveggja ára.  Skyndilega fór hann að taka alla hluti sem að hann sá af hillunum og hún tók þá af honum og setti það til baka í hvert skipti en svo hljóp krakkinn í burtu og datt eftir að hún tók pilluglas af honum.  Án þess að hugsa stakk hún pilluglasinu í vasan og hljóp til hans og tók hann upp. Sonur hennar grét mikið og það tók tíma að hugga hann og hún gleymdi pilluglasinu í vasanum.  Þetta var allt tekið upp á myndavél í versluninni.  Þegar að hún labbaði svo út að þá fóru þjófablöllurnar á stað og öryggisverðir komu og leituðu á henni og fundu pilluglasið.  Hún sagði að þetta var óvart, en búðin ákvað að kæra hana fyrir þjófnað, jafnvel þó að
öryggismyndavélarnar styddu það sem hún sagði.

Hún átti yfir höfði sér að vera dæmd sem þjófur sem er auðvita mjög slæmt orðspor.    Hún bað um kviðdóm og í kviðdómnum voru þrjár konur sem áttu börn.  Það tók kviðdómin mjög lítinn tíma að finna hana ekki seka, sennilega af því að það voru konur sem áttu börn í kviðdómnum sem að skilja hvernig þetta gat skeð óvart.
   


Landsdómur: Geir Haardi fær engin viðurlög fyrir að brjóta stjórnarskrána og vera hirðulaus um hagsmuni þjóðarinnar

Geir Haarde var sakfelldur fyrir stórfellt hirðuleysi í garð   þjóðarhagsmuna og fyrir að brjóta stjórnarskrána þegar að hann var æðsti og valdamesti embættismaður þjóðarinnar. Það er algjör skandall að það séu ekki nein viðurlög fyrir því. Nú liggur fyrir að það er engin hegning fyrir að embættismenn sem ráða stefnu þjóðarskútunar brjóti stjórnarskrána og séu hirðulausir um hagsmuni þjóðarinnar. Hverskonar fordæmi er það fyrir framtíðar embættismenn þjóðarinnar sem eru ábyrgir fyrir stefnu og hagsmunum þjóðarskútunnar.

Önnur grein laga um ráðherraábyrgð segir að það sé saknæmt að stofna hagsmunum ríkisins í hættu vegna hirðuleysis. Ég býst við að þessi lög hafi verið sett til að hegna fyrir þannig hegðun og koma í veg fyrir þannig hegðun. Hvað heldur þú?

Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2009. Útgáfa 137. Prenta í tveimur dálkum.

--------------------------------------------------------------------------------

Lög um ráðherraábyrgð
1963 nr. 4 19. febrúar

--------------------------------------------------------------------------------
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.

Tóku gildi 18. mars 1963. Breytt með l. 75/1982 (tóku gildi 10. júní 1982) og l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998).

1. gr. ***
2. gr. Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.
3. gr. ***
*
*


Betra að Styðja Lýðræðisríki En Einræðisríki

Er ekki betra að standa með lýðræðisríkjum eins og Israel og vera á móti einræðisríkjum eins og Iran.  Í Iran er fólk tekið af lífi fyrir að seigja sig úr Múslímatrúnni og konur hafa litlan sem engan rétt.  Flokkar sem að styðja ekki Múslímatrúnna eru bannaðir og kosningar venjulega enda með því að það fólk sem að klerkarnir styðja fá flest atkvæðin af því að klerkaklíkan telur atkvæðin.  Fólk í Israel getur verið hvaða trúar sem er og Israel er eina ríkið í Miðausturlöndum sem hefur vestrænt lýðræði þar sem konur hafa fullan rétt eins og við á Íslandi og allir geta boðið sig fram og hvert atkvæði er virt.     


mbl.is Gunter Grass persona non grata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Erlingur Sigurður Davíðsson

Höfundur

Erlingur Sigurður Davíðsson
Erlingur Sigurður Davíðsson
Hagfræðingur og Lektor Prófessor við Oklahoma State University, Tulsa Oklahoma í Bandaríkjunum

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband